Forsíða:

(See english version below the icelandic text).

 

 

Hér á síðunni má finna ýmsar upplýsingar um Björgunarhesta, myndir, skýrslur og tengla. Einnig erum við með lokaða Facebook síðu, Björgunarhestar, fyrir meðlimi Björgunarhesta og aðra áhugasama.

NÝTT:

Dagana 10.-11. október 2013 var námsskeiðið Hestar við leit og björgun haldið að Hæl í Flókadal. Nemendur sem voru sex alls náðu allir HRE-matinu með stæl. Þann 12. október tóku svo fjórir úr Björgunarhestum Íslands þátt í landsæfingu í Borgarfirði, tveir á hestum og tveir til aðstoðar. Í september var haldin æfing í Vegatungu í Bláskógabyggð þar sem mættu 5 á hestum, þar af 2 með leitarhunda meðferðis og leituðu að tveimur týndum veiðimönnum.

 

Æfing var haldin þann 24. nóvember að Hæl í Flókadal þar sem Landinn heiðraði okkur með nærveru sinni, þátturinn var sýndur sunnudaginn 2. desember á RÚV. Myndir frá æfingunni eru komnar inn á síðuna.

Í tengslum við ráðstefnuna Björgun 2012 nú í október síðastliðnum var haldið námsskeið í notkun hesta við leit og björgun þar sem fenginn var leiðbeinandi frá Bandaríkjunum til að kenna. T'mi Finkle var leiðbeinandi á námsskeiðinu en hún er jafnframt stjórnandi TrotSAR hópsins sem við heimsóttum í apríl sl og hefur unnið að alþjóðlegum stöðlum fyrir björgunarmenn á hestum. Námsskeiðið byggðist upp á fyrirlestrum og verklegum æfingum ásamt því sem nemendur fóru í gegnum svokallað HRE-mat og stóðust allir þátttakendur það próf. Á ráðstefnunni Björgun 2012 var T'mi svo með þrjá ólíka fyrirlestra, þar á meðal einn um leit og björgun með hestum. Allir voru sammála um að námsskeiðið hefði verið skemmtilegt og gagnlegt. Sjá myndir.

 

 

Nú 5.-12. apríl 2012 lögðu sex meðlimir Björgunarhesta land undir fót og brugðu sér til Bandaríkjanna til þess að heimsækja hestabjörgunarsveitina TrotSAR. Þar tókum við þátt í tveggja daga æfingu með TrotSAR hópnum og hittum ýmsa viðbragðsaðila bæði í Maryland og Virginíufylkjum. Mjög áhugaverð og lærdómsrík ferð. Sjá grein í Around Horse Country, Björgun, myndir og skýrslu.

 

Ráðstefnan Björgun 2010 var haldin 22.-24.október á Grand Hótel í Reykjavík, og meðal erinda var kynning á starfi Leitarhesta Borgarfjarðar. Halla Kjartansdóttir var með erindið fyrir hönd hópsins og sátu 25-30 manns fyrirlesturinn. Það kom í ljós að áhugi er víða um land á stofnun leitarhestahópa.

Leiðinda hóstapest hrjáði margt hrossið í byrjun sumars og hafði meðal annars áhrif á æfingar hjá Leitarhestar Borgarfjarðar. Komin er inn skýrsla eftir æfingu sem var 21.ágúst.
Einnig er búið að setja inn myndir frá þrautabraut, ágúst æfingunni og afmælisæfingu FBSR. Hópurinn tók þátt í veglegri afmælisæfingu Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík (FBSR) þann 2.október.

Auglýsingarfrétt Skessuhorns um ráðstefnu sl. sunnudag (21.feb) Leitarhesta Borgarfjarðar má skoða hér. Iceland Review (á ensku) netfrétt er hér.

Hestar við leit og björgun! Grein um leitarhesta í Björgun 2.tbl 9.árg 2009, blaði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, er nú aðgengileg hér á vefnum. Sama gildir um forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 24.febrúar s.l. og efni af visir.is (sem einnig birtist á síðu Eiðfaxa og Hestafrétta).
Sjá nánar undir -- Skrár --

Þeir sem hafa áhuga á að afla sér þekkingar hér og nú er bent á vefsíðukrækjur hér til hliðar. Þeir sem vilja hafa beint samband við undirbúningshóp er bent á -- Gestabók-- hér á síðunni eða senda tölvupóst á msar_iceland (hjá) yahoo.com

Takk fyrir! (",)

------------------------------------------
About this page
Here you can find all sorts of information on Mounted Search and Rescue (MSAR). Both national, in Icelandic, and international links. We also have a closed Facebook page, Björgunarhestar, for members of MSAR Iceland and other interrested people.

Although MSAR is fairly common worldwide, it has not been used in Iceland until now. Groundwork has been established in Iceland by SAR team Brák in Borgarfjörður area. Also involved in process: more SAR teams in Borgarfjörður area are, Heiðar and Ok, SAR team in the capital area is Kjölur, SAR team in the southern regions of Iceland is Árborg.

New: ...

The MSAR-course and HRE-test was held 10.-11. october 2013 at Hæll in Flókadalur, the participants were six and they all passed the HRE-test. The 12. october four people from MSAR Iceland participated in a large national SAR training day, two on horses and two assistants. In september a training was held in Vegatunga in Bláskógabyggð where 5 riders and thereof two with SAR-dogs were searching for two young lost fishermen.


There was a training session the 24. november at Hæll in Flókadalur valley, where a popular TV program, Landinn, from the National TV honoured us with their presence. The program with the shots from our training was shown the 2. december. Pictures are allready in our webpage.
 
Last october was held the conference Rescue 2012 where one of the precourses was the use of horses in search and rescue. The lecturer, T'mi Finkle, came all the way from the USA but she is a ommander of the MSAR group TrotSAR and has worked on international standards for MSAR. The course was built up on lectures and practical exercises and the participants went through the HRE-evaluation (horse and rider). All participants passed the test. At the conference Rescue 2012 T'mi had three different lectures, including one about MSAR. Everybody agreed on that the course was both useful and fun. See photos.

 

The week 5.-12. April six members of Björgunarhestar - MSAR Iceland went for a visit to the experienced MSAR team TrotSAR in Maryland, USA. There we participated in a two days training with TrotSAR and went aswell for several visits to other responders in Virginia and Maryland. It was a great trip!. See article in Around Horse CountryBjörgunreport in icelandic and photos.

 

Here you can read an article about us in Iceland Review, in english, dated 25th of February 2010.

Also available similar article at Eiðfaxi, Icelandic horse magazine. Reports of practices in Borgarfjörður and an article from SAR Iceland magazine 2009 (only available at the moment in icelandic) are  found under -- Files --  Pictures can be found here -- Album --

Don't hesitate to contact us if you need any information. You can write here in the -- Guestbook-- or send us an email msar_iceland (at) yahoo.com

Thank you! (",)
 

Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 51
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 66703
Samtals gestir: 21475
Tölur uppfærðar: 18.4.2014 08:24:29