16.06.2014 19:18

Leit í Fljótshlíð

Björgunarhestar Íslands var formlega stofnað fyrir um tveimur árum og eru nokkrar björgunarsveitir sem hafa félagsmenn innan sinna raða. Síðastliðna helgi fékk félagið sitt fyrsta formlega útkall þegar beðið var um aðstoð við leit að konu í Fljótshlíð.

Á föstudeginum mætti einn björgunarmaður Björgunarsveitinni Ingunni, Laugarvatni á tveimur hestum og fékk verkefni við að hraðleita með skurðum og girðingum ásamt gangandi leitarhópi, síðar fékk hann það verkefni að fara á heiðina fyrir ofan Fljótshlíðina ásamt manni á fjórhjóli og leituðu þeir um líklega staði eða svæði. Á laugardeginum leituðu 6 björgunarmenn á hestum.

Á laugardeginum leituðu sex björgunarmenn á hestum. Fjórir menn með átta hesta frá Skagfirðingasveit, einn maður frá Björgunarfélagi Árborgar og einn maður frá Björgunarsveitinni Björgu, Eyrarbakka með fjóra hesta. Fengin var gistiaðstaða fyrir hestana að bænum Fljótsdal og gistu einnig flestir hestaleitarmennirnir þar, hvort sem var í tjaldi, bívak eða bíl.

Fyrra svæðið sem hópurinn fékk úthlutað var Markárfljótsaurar þar sem að ill fært er fyrir fótgangandi menn og fjórhjól komast ekki yfir vegna strauma auk þess sem mikið er um sandbleytu á eyrunum. Náði hópurinn að fara yfir töluvert stórt svæði og reyndust hestarnir vel. Þá var farið í hádegishlé og fengu hestarnir að vera á meðan á bænum Eyvindarmúla í góðu yfirlæti. Seinna svæðið var svo lúpínuflóð þar sem að fyrir voru tveir menn og hundur að leita. Fór hópurinn einhesta og reið um 70 km samanlagt og fór yfir stórt svæði.

Því miður bar leitin ekki árangur þennan dag og er konan enn ófundin.

Meðlimir Björgunarhesta Íslands sem voru við leit eru sammála því að hestarnir geta verið mjög hjálplegir og öflugir í leit sem þessari og koma sér virkilega vel. Hópurinn vill koma fram þakklæti til allra þeirra sem lögðu honum lið, bæði hvað varðar aðstöðu fyrir hrossin, flutning og lán á hrossum, undirbúning og fleira.

Hægt er að sjá myndir frá leitinni á facebook síðu Björgunarhesta.

16.06.2014 12:17

25.04.2014 10:34

Aðalfundur 26. apríl á Hvammstanga

Aðalfundur Björgunarhesta Íslands verður haldinn í Húnabúð, húsi Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga laugardaginn 26. apríl kl.13:30. Allir áhugasamir velkomnir.

21.02.2014 00:17

Æfingahelgi 21.-23. feb.

Hér koma drög að dagskrá fyrir æfingarhelgi Björgunarhesta Íslands 21.-23.febrúar 2014
Öðlingarnir Hulda og Pétur hjá Ferðaþjónustunni í Geirshlíð bjóða okkur í gistingu með morgunverði, þar eru sængur, handklæði, sjampó fyrir þá sem gista.

Föstudagur:
Léttur fundur og spjall í Geirshlíð eða að Hæl þegar flestir sem koma á föstudagskvöldinu verða komnir (ca.kl.20:00).

Laugardagur:
Pétursborg, hús björgunarsveitarinnar Brákar, Brákarey, Borgarnesi
10:30 Fyrirlestur um flutning sjúklinga á hesti.
12:00 Matur að eigin vali og staðsetningu í Borgarnesi
12:45 Verklegar æfingar flutnings sjúklings á hesti í reiðhöll hestamannafélagsins Skugga í Borgarnesi.
15:30 Fyrirlestur og spjall með Sigurði Oddi Ragnarssyni frá Oddstöðum um hestaferðir, búnað og járningar fyrir ferðalög.
19:00 Sameiginlegur kvöldverður í Edduveröld, Borgarnesi
20:30 Farið í náttstað í Geirshlíð
22:00 Útkallsæfing

Sunnudagur:
Hús björgunarsveitarinnar Oks í Reykholti, Borgarfirði
10:00 Fyrirlestur um leitaraðferðir og umræður
12:00 Matarboð
12:45 (Fyrirlestur og spjall Edda Þórarinsdóttir dýralæknir)
14:30 Svæðisleitaræfing og gps-æfing
16:00 Umræður og skipulagning æfinga/æfingahelga
17:00 Áætluð heimför

Koma með talstöðvar, tetra- og vhf-stöðvar, gps-tæki ef eigið eða getið fengið lánuð, góð vasaljós og höfuðljós, vel klædd og skóuð eftir veðri og með sundföt ef hiti er á pottinum eða sundferð yrði plönuð með stuttum fyrirvara. Endilega koma með æfingasjúkrabúnað ef slíkt er til hjá ykkar sveitum. Þessa helgina er ekki þörf á því að koma með hesta eða hnakka. Frekari upplýsingar má fá hjá Jóhanni Pjetri í s.8641290 eða Höllu í s.6990717.

 

06.02.2014 11:21

Æfingahelgi BHÍ 21.-23 febrúar

Helgina 21.-23. febrúar er stefnt á að halda æfingahelgi í Borgarfirði fyrir félaga í Björgunarhestum Íslands um allt land. Boðið verður uppá gistingu í Geirshlíð í Flókadal. Ekki er nauðsynlegt að koma með hest en nánari upplýsingar um dagskrá munu koma er nær dregur. Gott væri þó ef fólk myndi láta vita af komu sinni sem fyrst svo skipuleggjendur viti svona um það bil hvað margir hyggist taka þátt. Áhugasamir nýliðar velkomnir.
Skráning fyrir æfingarhelgina fer fram á Facebook, hér í athugasemdum og í s.8641290 (Jóhann Pjetur).
Fyrir hönd stjórnar,

    Halla

  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 40
Gestir í gær: 5
Samtals flettingar: 85183
Samtals gestir: 26317
Tölur uppfærðar: 1.2.2015 18:06:14